08 maí 2007

Hvað vantar?

Í hverfisbúðinni minni, 10/11, er kominn upp miði þar sem viðskiptavinir geta skrifað hvaða vörur vanti í búðina að þeirra mati. Ég hef oft verið að nöldra með sjálfum yfir því að það vanti hitt og vanti þetta. Síðan miðinn kom hefur mig bara ekki vantað einn einasta hlut og hef því ekkert til málanna að leggja.
Las miðann yfir á meðan ég var að bíða eftir grænu ljósi á stafrænu peningana mína. Þarna vantar döðlur, samlokubar og lífrænt fæði svo dæmi sé tekið. Lang besta tillagan að mínu mati var hins vegar að einn kúnni vildi minna úrval af nammi !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli