06 maí 2007

Að meðaltali

Var stoppa áðan á rauðu ljósi. Fór eitthvað að horfa í kringum mig og tók eftir því að það var óvenju myndalegur bílafloti í kringum mig. Það voru þrjár akreinar, ég fremst fyrir miðju. Öðru megin við mig var Porsche jeppi og hinu megin Lexus jeppi. Aftan við annan þeirra var Land Cruser og aftan við hinn var VW Touareg. Aftan við mig var síðan Range Rover sport. Ég var síðan í miðjunni á Polo flaki sem ég er með í láni hjá Ævari. Ég myndi giska á að hann væri c.a. einnar bjórkippu virði. Myndi allavega ekki borga mikið meira fyrir hann. Hinir jepparnir (!) voru milljóna virði, flestir sennilega milljónir í tveggja stafa tölu.
Þarna sat ég og í kringum mig voru bílar sem kosta yfir 50 milljónir (gaf mér að hver bíll væri 10 milljón króna virði. Sumir voru klárlega dýrari og aðrir væntanlega aðeins undir 10 mills.).
Þetta þýddi þá væntanlega að við vorum á bílum kostuðu rúmlega 8 milljónir stykkið að meðaltali og einn bjór ef ég tel kippuna með. Ég gat nú ekki annað en orðið ánægður fyrir hönd Ævars.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli