31 maí 2007

Skilaboð að ofan?

Nú á ég við óvenjulegt vandamál að stríða. Vandamálið er í bílnum mínum. Útvarpið hefur 6 takka fyrir vistaðar rásir. Ég valdi mér gaumgæfilega þær 6 rásir sem ég taldi að ég myndi hlusta mest á (reyndar sömu 6 rásir og ég hef haft lengi). Vandamálið er hins vegar það að einhverra hluta vegna vistast alltaf hin kristilega útvarpsrás Lindin inni á útvarpið. Fyrst tóku æðri máttarvöld yfir FM957. Það er alveg skiljanlegt og þótti mér ekkert athugavert við það. Hins vegar tók botninn úr þegar hin virta Rás tvö varð undir.

Ég get bara ekki séð hvernig stendur á þessu. Eru æðri máttarvöld að gefa mér einhverja vísbendingu?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli