23 maí 2007

Strætó BS

Í fréttum í dag kom fram að þjónusta Strætó BS verður skert í sumar. Tími á milli ferða verður lengdur og ég veit ekki hvað og hvað.
Þetta er svo alls ekki í fyrsta skiptið sem strætó er að skerða þjónustuna. Reyndar held ég að hún sé alltaf að versna og í þokkabót er alltaf að verða dýrara að skjótast með þeim gulu. Alltaf er sama ástæðan gefin; farþegum fækkar.
Hvenær ætli menn taki nýjan pól í hæðina og lækki fargjaldið og auki þjónustuna og athugi hvort farþegum fjölgi ekki í kjölfarið?
Ég fæ stundum þá flugu í höfuðið að taka einn gulan eða tvo (fæ mér oft öðru vísi gula um helgar en það er önnur saga). Það byrjar á því að ég fer inn á heimasíðuna og fletti upp hvaða strætó ég þarf að taka, hvenær og hvenær ég kemst á leiðarenda. Þetta endar alltaf með því að ég nenni ekki að standa í þessu þar sem ferðin tekur lágmark 40 min og kostar upp undir 300 krónum.
Mín tilfinning er sú að þetta sé svona hjá býsna mörgum.
Þessi þjónusta kemur aldrei til með að skila beinum hagnaði svo neinu nemi. Óbeinn hagnaður getur hins vegar verið nokkur. Bæði minna slit á vegum og minni mengun. Það munar um minna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli