02 júní 2007

Er það ótrúlegt?

Það var í fréttum að óþekktur indíánaættbálkur hafi fundist fyrir tilviljun í Amazon regnskóginum í S-Ameríku. Mörgum moggabloggurum hefur þótt þetta vera hin furðulegustu tíðindi að árið 2007 skuli enn þá finnast þjóðflokkar sem ekki var vitað um.
Er það svona skrítið? Amazon regnskógurinn umlykur svæði sem telur um 7 milljón ferkílómetra. Ísland er rúmlega 100 þúsund ferkílómetrar. Að auki er regnskógurinn svo þéttur og erfiður yfirferðar.
Í Gvatemala er sæmilegasti skógur. Hef ekki hugmynd um stærð hans. Á landamærum Gvatemala og Belize eru miklar rústir frá tímum Maya indíánanna inn í miðjum skóginum. Rústirnar eru gríðar stórar og menn á svæðinu vita að það eru fleiri rústir á svæðinu. Hins vegar tekur alveg hellings tíma að rannsaka svæðið. Menn eru með alls konar innrauða tækni og ég veit ekki hvað og hvað.
Auðvitað kemur þetta allt saman í ljós á endanum. Það bara tekur tíma.

Þetta er svona svipað og einhver komist allt í einu að því að það búi einn roðamaur á heimilinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli