10 júní 2007

Áfallahjálp

Í fréttum er þetta helst. Maður tryllist á Vestfjörðum. Reynir að skjóta konuna sína. Víkingasveitin fer vopnuð byssum með þyrlu vestur. Yfirbugar manninn. Að endingu var öllum nágrönnum mannsins boðið upp á áfallahjálp.
Er ekki í lagi með fólk? Af því einhver fyllibytta missir hlutina úr böndunum á þá allt hverfið að fá áfallahjálp?
Síðar í fréttatímanum var fjallað um hund sem réðist á hóp af kindum. Drap tvö lömb áður en eigendurnir náðu að stöðva hann.
Var eftirlifandi kindum boðið upp á áfallahjálp? Þegar stórt er spurt...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli