22 júní 2007

Fjarskiptanet

Var að lesa skýrslu um kostnað við gagnaflutninga og eflingu fjarskiptaþjónustu á Íslandi. Skýrslan var unnin fyrir samgönguráðuneytið og birt í apríl 2002.
Ég ætla nú ekkert að gagnrýna þessa skýrslu. Það er bara svo fyndið að lesa "gamlar" skýrslur um tæknimál og sjá hvað menn eru með allt niðrum sig. Það er alveg sama hversu bjartsýnir menn eru á tæknimál framtíðarinnar, alltaf skulu menn gera ráð fyrir minni þróun.
Þarna kemur meðal annars fram að ADSL tengingar geti orðið allt að tvö til þrjú Mb/s. Núna er hægt að fá tólf Mb/s tengingu hjá Vodafone á sex þúsund krónur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli