26 júní 2007

Heilbrigðiskerfið I

Ég sá ónefndann þingmann hampa heilbrigðiskerfinu í hástert fyrir skömmu. Honum þótti þetta vera alveg frábært apparat. Án þess að ætla að gagnrýna starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu þá verð ég að vera ósammála þingmanninum. Mér þykir þetta kerfi ekki virka sem skildi.
Á síðustu árum hef ég þurft að hitta ýmsa sérfræðinga. Til dæmis háls-, nef- og eyrnalækni til að laga skekkjuna. Það tók mig um fimm mánuði að fá að hitta manninn. Hann stóð sig vel. Samt óþolandi að þurfa að bíða svona lengi.
Annar sérfræðingur sem ég þurfti að hitta var heila- og taugasérfræðingur. Hann gaf sér einhverja fjóra fimm mánuði til að taka á móti mér.
Ég þarf að hitta ofnæmislækni hið snarasta. Það tekur hálft ár eða svo.
Nú er ég svo sem ekkert að kvarta. Sumt af þessu gat alveg beðið. Það er örugglega fólk sem hefur það verra en ég en þarf samt að bíða svona lengi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli