09 júní 2007

Hryllingsmyndir

Í gær og í dag hafa rifjast upp fyrir mér gamlar hryllingsmyndir. Í gær sá ég einhver staðar fjallað um brúðuna Chucky. Í dag sá ég svo Steven King myndina IT um trúðinn hræðilega. Hún var föl á torrentsíðu. Við upprifjunina kom ein mynd til viðbótar í hugann. Litlu Gremlings dýrin sem máttu ekki blotna.
Myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa gert mig gríðarlega hræddan. Ungur drengur með lítið hjarta. Spurning hvort þetta virki svipað og með ungt fólk sem tekur pest. Líkaminn myndar mótefni sem halda pestinni í burtu til endaloka. Í það minnsta tel ég mig hafa góð mótefni við myrkfælni.Engin ummæli:

Skrifa ummæli