10 júní 2007

Hættuleg mínútugrill

Af hverju geta mínútugrill ekki verið með venjulegum snúningstakka til að hækka og lækka hitann? Kannast ekki allir við þessi bölvuðu mínútugrill með svona skífutakka til að hækka hitann? Takkinn svo stífur og asnalegur að maður er í stökustu vandræðum með að snúa honum. Lenti í einu svona í dag. Endaði með blóðuga fingur. Eru einhver rök fyrir því að hafa takkana svona frekar en takka sem maður snýr bara á einfaldan hátt?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli