23 júní 2007

Moggabloggarar og sauðnaut

Nú hefur ný síða verið opnuð. Eyjan.is sem er fréttasíða ásamt því að margir af vinsælustu bloggurum landsins hafa fært sig þangað. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi tilraun tekst. Virðingavert framtak og á eflaust eftir að njóta vinsælda.

Moggabloggið missir við þetta marga af sínum vinsælustu pennum. Moggabloggið er óþolandi og uppfullt af einhverjum sauðnautum sem hafa ekkert skárra en að endursegja fréttir sem birtast á mbl.is. Alveg með ólíkindum hvernig fólk nennir þessu. Enn þá skrítnara að fólk nenni að lesa þetta. Besta dæmið er sennilega Stebbi Fr. Hann er ávalt á lista yfir mest heimsóttu moggabloggs síðurnar. Skrifar mörg blogg á dag, oftast er hann að "blogga um frétt." Þá skrifar hann 300-400 orða langhund um frétt sem var 50-100 orð á mbl.is. Inn á milli kemur hann síðan með hátt í þúsund orða "fréttaskýringu" á "heitum" málefnum.

Meira um moggabloggið. Þarna hefur átt sér stað umræða um barnaklám sem lögreglan fékk vísbendingu um á sínum tíma án þess að bregðast við. Þegar ég skoðaði vinsælustu bloggin á moggablogginu fannst mér uppröðunin athyglisverð.
Þarna má sjá Elías Halldór Ágústsson sem skrifaði bloggið sem var upphafði að umræðunni. Hann var kerfisstjóri í Háskóla Íslands og varð var við eitthvað gruggugt þar og skrifaði um það blogg. Hann nafngreindi engan en gaf sterkar vísbendingar.
Við hliðina á Elíasi er Svampur. Hann tók það að sér að nafngreina Emil sem var sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega misnotkun á fatlaðri stúlku. Hann er annar mannanna sem saga Elíasar er um. Emil er einmitt staddur fyrir neðan Elías á þessum lista. Einnig má sjá efst vinstra megin hann Stebba Fr. sem er einmitt með "fróðlega" fréttaskýringu á málinu (nennti reyndar ekki að lesa hana frekar en annað sem hann hefur skrifað. Get mér þess bara til að hún sé fróðleg. Giska um leið á að þar komi ekkert nýtt fram).

Smá viðbót 24.júní kl 13.30:
Þegar ég var að skrifa bloggið ætlaði ég að láta það fylgja með til að koma í veg fyrir misskilning að þó ég sé að gagnrýna moggabloggið þá eru margir góðir pennar þarna líka. Er með yfir 40 moggablogg hjá vinum, ættingjum og góðum pennum í RSS áskrift á Google Reader samanber þessi færsla.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli