18 júní 2007

Mótorhjólafólk

Nú á mótorhjólafólk í vök að verjast. Illt orð er komið á hópinn. Lítur út fyrir að almenningur sé orðinn þreyttur á fréttum af ofsaakstri bifhjólaökumanna. Ég er ekkert hissa á því.
Bifhjólamenn líta á sig sem fórnarlömb sem níðst er á. Upp til hópa er þetta örugglega fínasta fólk sem keyrir almennilega. En eins og hjá öðrum minnihlutahópum þarf ekki nema brot af hópnum að haga sér eins og fífl til að koma óorði á heildina.
Það er nefnilega málið. Hluti af hópnum keyrir eins og fífl. Ég hef margsinnis blótað þessu fólki þegar það er að keyra eins og svín. Pirrar mig ekkert þegar þeir fara fram fyrir bílaraðir. Það tefur engan. Hins vegar pirrar það mig þegar þeir koma á fullri ferð og sviga á milli bílanna. Ef einhver er svo kræfur að skipta um akrein þegar þessi fífl koma í stórsvigi þá er sá hinn sami bara hálviti sem virðir ekki mótorhjólafólkið.
Þrátt fyrir það þá skil ég ekki fólk sem er í einhverjum lögguleik og svínar viljandi á mótorhjólafólk. Einhvern veginn að sýna því í tvo heimana ef svo má að orði komast. Það er engin ástæða til að setja líf saklauss fólks í hættu. Bara af því manni líkar ekki við nokkra mótorhjólamenn.
Sumir bifhjólamenn hafa beitt þeim rökum að ef sektirnar væru ekki svona háar myndu þeir frekar stoppa þegar lögreglan nær þeim í radar. Það eru svo heimskulegt að það nær engri átt. Ætlast þeir virkilega til þess að sektirnar séu bara á Bónusverði? Þannig að menn geti óhræddir keyrt eins og hálvitar, borgað fimmþúsund krónur og málið er dautt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli