21 júní 2007

Ofsaakstur !!!

Ég var að keyra Sæbrautina í gær. Allt í einu tók ég eftir tveimur lögreglumótorhjólum með blikkandi ljós á eftir mér.
Ég gaf í og keyrði meðal annars fimm sinnum yfir á rauðu ljósi með lögregluna á eftir mér.
Ég beygði af Sæbraut inn á Snorrabraut (á rauðu ljósi), keyrði upp Snorrabrautina og náði að hrista á þá af mér þegar ég beygði inn Eiríksgötu og sem leið lá niður á Frakkastíg.

Þeir hljóta að hafa skráð niður bílnúmerið. Ég bíð bara eftir því að fá miða sendan heim um fangelsisvist og missi ökuleyfis.

Það má geta þess að það voru þrír flutningabílar með einbýlishús á pallinum sem keyrðu á eftir lögregluhjólunum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli