03 júní 2007

Sama blogg, annar stíll

Í fréttum nýlega var sagt frá indíánaættbálki sem fannst fyrir tilviljun í Amazon í S-Ameríku. Mörgum moggabloggurum þykja það furðuleg tíðindi að árið 2007 finnist áður óþekktir þjóðflokkar. Er það skrítið?

Amazon er þéttur regnskógur, erfiður yfirferðar og umlykur 7 milljón ferkílómetra svæði. Ísland er 103 þúsund ferkílómetrar. Í Gvatemala er stór regnskógur, þó ekki nema brotabrot af stærð Amazon. Á landamærum Gvatemala og Belize eru miklar rústir frá tímum Maya indíána inn í miðjum skóginum. Rústirnar eru gríðar stórar og heimamenn vita að þær eru fleiri. Það er bara tímafrekt að kanna svæðið þó að tæknin hjálpi til. Á endanum verður búið að kanna öll þessi svæði. Það tekur bara tíma.

Það þættu ekki merkileg tíðindin að komast að því að roðamaur byggi í hýbýlum mans.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli