12 júlí 2007

Herra og frú Smith

Mr. and Mrs. Smith var á Bíórásinni áðan í tíunda skiptið. Ég horfði á hana eins og alltaf þegar hún er sýnd. Ég fer alltaf í gott skap við að sjá þessa mynd. Mér finnst hún alveg ótrúlega skemmtileg!
Skrítið þar sem þessi mynd hefur aldrei verið neitt sérstaklega hátt skrifuð.
6.5 á IMDB sem er langt frá því að koma henni inn á lista yfir 250 bestu myndir allra tíma miðað við kosningar þar. Hjá mér er hún klárlega á top 10. Ég get eiginlega ekki útskýra hvað það er sem mér þykir svona skemmtilegt. Tónlistin er reyndar frábær. Hlusta alltaf reglulega á diskinn sem er nota bene einn af fáum diskum sem ég hlusta reglulega á.
Mæli því með þessari mynd án þess að hika.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli