30 júlí 2007

Hingað og þangað héðan og þaðan

Nóg að gera. Fljúga um allt land og spila fótbolta. Skrapp til Húsavíkur á laugardaginn. Það var fjör. Mærudagar standa alltaf fyrir sínu. Siggi stormur hélt það kæmi rigning. Hún kom ekki því það er alltaf gott veður á Mærudögum.

Hræðilega fréttir berast úr Akurey. Ferðmenn sáu þar frumbyggja Íslands að lundaveiðum. Þeir urðu hræddir. Það fylgdi ekki fréttum hvort þeim hafi boðist áfallahjálp eftir þessa lífsreynslu.

Er með fullt af myndum í símanum. Birti þær við fyrsta tækifæri.

- aví

Engin ummæli:

Skrifa ummæli