01 júlí 2007

Skapið mitt

Ég ætla að gera smá pásu á heilbrigðiskerfinu. Það er af nógu að taka. Kemur meira síðar.
Það er annað sem tengist meira heilbrigði mínu. Andlegu heilbrigði.
Þannig er mál með vexti að sem ungur maður var ég alveg skikkanlegur í skapinu. Ég var sjaldnast ókurteis. Hikaði þó ekki við að tjá mig ef mér var misboðið. Á fótboltavellinum hafði ég líka hellings skap. Ég varð stundum alveg brjálaður. Fékk að lágmarki eitt rautt spjald á tímabili. Það toppaði sennilega þegar ég hótaði að drepa Baldur, Hadda og Hemma á Laugamótinu um árið. Þeir fóru allir að gráta og voru hræddir við mig lengi á eftir (þeir voru í hinu liðinu).

Þetta er ALLT SAMAN týnt! Ég hef bara ekkert skap lengur. Ég man ekki hvenær ég reiddist síðast og lét einhvern heyra það. Það eru mörg ár síðan.
Ég bara nenni ekki að skeyta skapi lengur. Í langflestum tilfellum skeytti maður skapinu á einhverjum sem átti það ekki skilið. Hver kannast ekki við að láta þjóninn heyra það þegar kokkurinn klúðrar einhverju? Eða að hella sér yfir símadömu hjá 365 þegar Sýn dettur út?

Ég hef reyndar ögn áhyggjur af þessu. Það getur nefnilega komið sér vel að hafa skap og láta ekki vaða yfir sig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli