05 júlí 2007

Skita í Kastljósi

Kastljósið fjallaði í kvöld um markið sem Bjarni Guðjónsson skoraði í leik ÍA og Keflavíkur í gær. Byrjað var á að taka viðtöl við Guðmund fyrirliða og Kristján þjálfara Keflavíkur. Viðtalið greinilega tekið í Keflavík um miðjan dag eða seinni part. Fengu þeir félagar rúmlega þrjár mínútur til að segja sína hlið á málinu.
Að því loknu koma þeir ÍA-feðgar Bjarni og Guðjón í viðtal í stúdíói. Þeir hafa tækifæri til að svara öllu sem kemur fram hjá Gumma og Kristjáni. Til viðbótar geta þeir tjáð sig eins og þeirra hlið snýr í málinu. Til þess fá þeir tæplega tólf mínútur.

Eftir að hafa horft á þetta er venjulegur áhorfandi engu nær! Annað liðið segir að þetta hafi verið svona, hinir segja að þetta hafi verið hinseginn. Maður er engu nær.
Að mínu mati voru þetta mjög slök vinnubrögð hjá Kastljósinu. Að sjálfsögðu eiga þeir að láta alla sitja við sama borð, í bókstaflegri merkingu. Setja alla mennina saman og láta þá ræða málin.
Eflaust hefðum við ekki fengið neina afgerandi niðurstöðu. Við hefðu í það minnsta ekki fengið svona eindregna umræðu þar sem annað liðið hafði tólf mínútur til að segja sína hlið. Hlið sem ég veit að Keflvíkingar eru alls ekki sammála.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli