30 júlí 2007

Sóma pöstu ekki til sóma

Síðasta kvöldmáltíðin mín í kvöld stóð ekki undir væntingum (borðaði þá fyrri í vinnunni). Þannig er að ég kaupi mér stundum pastabakka frá Sóma og þykir bara gott. Kjúklingapasta verður oftar en ekki fyrir valinu. Hef gjarnan orðið ánægður með hlutfallslegt magn af kjúlla sem er í bakkanum. En viti menn í kvöld var ekki svo. Það voru tvær flísar af kjúlla. Til að sanna það tók ég mynd af bakkanum áður en veislan hófst (ok ekki áður, var búinn með tvær pasta skrúfur því ég var svo svangur).
Innihaldslýsingin á bakkanum segir að maturinn sé 350 grömm. Þar af 38 prósent pasta og 16 prósent af kjúklingi. Það gera 56 grömm af hænum. Þetta voru engin 56 grömm og meir að segja langt frá því. Sé samt þegar ég skoða myndina að það sést ekki nógu vel hversu þunnar kjúklingasneiðarnar eru.

Hérna er sönnunargagnið.Til að toppa þetta allt saman þá vantaði líka hinn helminginn af hænunni. Eða hluta af henni. Eins og sést þá vantar eggjarauðuna í eina eggjasneiðina. Ekki það að ég hafi verið búinn að éta hana. Hún var bara ekki þarna.
Niðurstaðan. Sómamenn eiga að sjá sómasinn í því að passa upp á að þetta gerist ekki aftur. Maturinn var fínn að öðru leyti. Á örugglega eftir að kaupa mér svona pasta aftur. Og aftur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli