21 júlí 2007

Trúir þú á örlög?

Var að skoða heimabankann. Staðan er skikkanleg. Í ógreiddum reikningum er krafa sem ég veit ekki alveg hvort ég eigi að borga. Veit eiginlega ekki hvað hún er að gera þarna!
Skólagjöld í Tónlistarsskóla Eyjafjarðar upp á 11.002 krónur!

Nú spyr ég mig hvernig standi á þessu? Er einhver að gera mér grikk? Eru þetta mistök? Eru æðri máttarvöld að leiða mig inn á beinu brautina?

Áður en ég tek ákvörðun um hvort ég borgi þetta þarf ég að komast að því á að hvaða hljóðfæri ég er að fara að læra. Mig langar að læra á gítar. Veit samt ekki hvort ég geti það í Tónlistarskóla Eyjafjarðar búsettur í 101 höfuðborg.

Fyrir þá sem ekki vita þá spilaði ég á trompet í gamla daga og þótti bara býsna góður. Kannski ég finni trompetið mitt og rifji upp gamla tóna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli