31 ágúst 2007

Þá byrjar skólinn aftur

Lauk sumarvinnunni í dag. Skólinn byrjar á mánudaginn.
Það er alltaf viss tilhlökkun að byrja í skólanum á haustin. Jafn mikil tilhlökkun og að klára skólann á vorin og byrja að vinna.

Keypti mér flug til Noregs í dag. Það kostaði 16 þúsund krónur báðar leiðir. Ekkert eitthvað helvítis tilboð. Bara ódýrasta flugið. Mæli með því að þið skoðið SAS flugfélagið ef þið ætlið til Norðurlandanna.

Hrossaflugufaraldur Haraldur. Það hefur töluverður fjöldi hrossaflugna gert sig heimkominn hjá mér síðustu vikur. Veit ekki hvað ég hef gert til að verðskulda það. Þær flækjast svo sem ekkert fyrir mér og hafa nú yfirleitt vit á að koma sér út sjálfar aftur.
Spurning hvort einhver líffræðingur treysti sér til að útskýra af hverju það er svona mikið af þessum flugum þessa dagana?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli