19 ágúst 2007

Guði sé lof fyrir tíu ellefu

Rétt upp hönd sem er tilbúinn til að borga á fjórða hundrað krónur fyrir Ópal pakka...
Þrjúhundruðtuttuguogníu krónur fyrir svartan sykurlausan Ópal!!! Erum við að tala um gullhúðað sælgæti eða?
Sem betur fer er hörð samkeppni á þessum markaði og ég get því farið og verslað mér Ópal á viðráðanlegu verði annarstaðar!!!Tíu/ellefu á Eggertsgötu. Svartur Ópal á 329 kr. og rauður á 197 kr.

N1 við Hringbraut. Rauður Ópal á 135 kr. og svartur á 159 kr. enda er hann búinn.
Eins og vanalega getið þið smellt á myndirnar og séð þær stærri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli