04 ágúst 2007

Karlmennsku galli ?

Ég á við eitt "vandamál" að stríða.
Þegar ég horfi á sjónvarpið (sem er ekkert rosalega oft) þá þarf ég alltaf að vera að skipta um stöð! Ég byrja alltaf á RÚV og vinn mig upp listann. Stöð 2, Sýn, Skjár einn, Sirkus, Stöð tvö bíó, og svo sama rulla með plús fyrir aftan og klukkutíma seinkun á útsendingu.
Þó að ég lendi á einhverju áhugaverðu sem mig langar að sjá þá þarf ég samt að fara í gegnum allar stöðvarnar því það gæti hugsanlega verið eitthvað annað áhugaverðara í boði.
Þetta leiðir til þess að ég horfi aldrei á nema brot af hverjum þætti eða bíómynd.
Er þetta hluti af því að vera karlmaður? Maður hefur oft heyrt að karlmenn séu svo slæmir með fjarstýringar. Mér þykir allavega mikilvægt að hafa fjarstýringuna í höndinni á meðan ég horfi á sjónvarpið? Kannast fleiri við þetta?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli