28 ágúst 2007

Logsvíður í anus

Ég nöldra oft yfir verðlagi á hinu og þessu hérna á fróni og ætla að halda því áfram.

Það nýjasta er eitthvað gúmmelaði sem ég keypti til að nota í hárið. Fínasta efni sem ég hafði prufað hjá Pálma Rafn og ákvað að splæsa í svona.
Ég gekk svalur inn á hárgreiðslustofu í miðborginni og benti á þetta dót sem mig vantaði.
Eitthvað fleira? Spyr rakarinn mig og ég segi bara nei takk.
Þá eru þetta tvö þúsund og sex hundruð krónur !!!
Mér blöskraði en hélt þó kúlinu. Lét eins og ég myndi kaupa svona oft í viku og þætti ekkert merkilegt að borga nærri þrjú þúsund krónur fyrir litla túbu af hárgeli.

Ég nennti svo sem ekki að velta mér mikið upp úr þessu. Þetta kemst alls ekki inn á topp tíu listan yfir verstu kaupin mín um ævina.
Hins vegar fékk ég þá frábæru hugmynd að athuga hvað svona drasl kostar út í hinum stóra heimi. Það tók mig 20 sekúndur að gúgla þessu drasli og komast að því að svona túba kostar 10$ á Ebay. Það voru 600 krónur fyrir stuttu síðan, eru sennilega nær 700 krónum núna.
Með einfaldri stærðfræði og örlitlum ýkjum fæ ég út að ég geti keypt fjórar svona túbur í Bandaríkjunum fyrir eina hérna.

En auðvitað er svo dýrt að flytja hluti til Íslands. Þess vegna er þetta svona.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli