12 ágúst 2007

Nýr liður og gáta

Ég vil byrja á að óska samkynhneigðum til hamingju með helgina. Verði þeim að því.
Það er þá ekki úr vegi að óska fiskiætum til hamingju líka. Frítt að éta á Dalvík.

Nýjasta nýtt á blogginu mínu er liðurinn Minningin. Ég heyrði nefnilega lag í útvarpinu í gær sem vakti með mér minningar. Ákvað að blogga um það. Gæti vel verið að ég myndi gera það aftur næst þegar ég heyri eitthvað lag sem vekur með mér góðar minningar.

Í gær heyrði ég hið stórgóða lag Chiqitita með ABBA. Það minnti mig mikið á Stebba Lyng og Bjarna besta. Af hverju? Jú við Stebbi sungum þetta lag saman oftar en einu sinni í Karókí. Eitt skiptið söng Bjarni með okkur. Ekki spyrja af hverju...

Hérna eru kallarnir. Bjarni þurfti ekki míkrafón því hann er með svo sterka rödd!


Að lokum þá er ég með gátu. Í boði fyrir rétt svar er fílakaramella eins og svo oft áður.
Mynd af stráknum. Tekin á bryggju. Spurt er: Hvar er myndin tekin og fyrir hvað er þessi bryggja þekktust? Bónusspurning og önnur karamella í verðlaun: hvað er í plastpokanum sem stendur þarna?

Hvar er myndin tekin og fyrir hvað er bryggjan þekktust?


-aví

Engin ummæli:

Skrifa ummæli