12 ágúst 2007

Íþróttir skilgreindar

Sumir vilja meina að bridds sé íþrótt. Þeir sömu segja eflaust að skák sé einnig íþrótt.
Svo er ekki.
Ég er búinn að finna skothelda skilgreiningu á því hvað er íþrótt og hvað ekki.
Að sjálfsögðu heldur gamla skilgreining sér með smá viðbót.

Í orðabók eru íþróttir skilgreindar sem kerfisbundnar æfingar til að þjálfa líkamann (oft til að ná einhverjum tilsettum árangri, setja met og þess háttar.)
Einhverra hluta vegna dettur sumum í hug að bridds og skák falli inn í þessa skilgreiningu.

Til að sýna að svo er ekki þá vil ég bæta við að í íþróttum getur fólk orðið fyrir meiðslum annað hvort af völdum þátttöku í keppni eða æfingu eða af völdum mótherja.
Þá er golf íþrótt því menn hafa meiðst í golfi. Meir að segja hægt að fá kúluna í ennið eins og ein vinkona mín lenti eitt sinn í. Kúlu sem hún skaut sjálf.

Það er ekki hægt að lenda í neinum meiðslum við að stunda bridds og skák og lúdó. Það er morgunljóst.

Ef einhver sér veikan punkt á þessari skilgreiningu þá er kommentakerfið opið. Jafn vel þó fólk heiti ekki neitt eins og sumstaðar á netinu.

Þ.v.o.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli