29 mars 2003

Vonbrigðin ein

geysileg vonbrigði í gær því að sýningunni með dávaldinum var aflýst vegna dræmrar aðsóknar.. sem er ekki gott.. þeir sem standa fyrir þessari sýningu eru líka flón.. að rukka fólk um 2 þús kall fyrir svona veit ekki á gott..

samkvæmt minni stærðfræði þá hefði verið betra að rukka hvern einstakling um svona eins og þúsund kall og fá kannski 50 manns en rukka hvern mann um 2 þús og fá kannski ekki nema 15 !!! skjús mí if æm rong... það er meir að segja betra að mínu mati að fá 100 manns sem borga þúsund kall heldur en 50 manns sem borga 2 þús kall.. þó svo að það myndi skila sömu upphæð í kassann..

en svona er þetta bara það virðist vera allstaðar græðgin sem sem ræður öllu.. bara að græða sem mest og kreista sem mest út úr öllum.... sem er að mörgu skiljanlegt því auðvitað eru menn ekki að standa í e-u svona í góðgerðarstarfsemi en engu að síður má ekki láta heimsku + græðgi stjórna sér.. það veit ekki á góða útkomu eins og hefur kannski sýnt sig..

það er bara vonandi að næsti dávaldur verði á hagstæðari prís.. (sá síðasti kom fyrir einhverjum tugum ára eða ég veit ekki hvað þannig að maður ætti að hafa tíma til að safna fyrir næsta:)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli