24 september 2007

Bitinn

Nú er ég einstaklega viðkvæmur maður þegar um skordýrabit er að ræða.
Ég er með því líkt ofnæmi fyrir skordýrabiti, fæ upphleyptar bólur með miklum kláða.
Þetta gerist gjarnan þegar ég er erlendis, enda er skordýraflóran á Íslandi ekki svo ýkja mikil.
Það kemur því "skemmtilega" á óvart að ég er með fjögur bit á líkamanum þessa stundina. Þó hef ég ekki farið til útlanda nýlega.
Reynslan segir mér að um flóabit sé að ræða. Því er spurningin, hvar í andskotanum hef ég komist í tæri við flær?

Útilokunaraðferðin er klassísk. Þegar henni er beitt er tvennt sem kemur til greina. Nýi sófinn er ekki allur þar sem hann er séður (þó er ég búinn að djúphreinsa hann) eða þá að ég þarf að fara að skipta um á rúminu mínu...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli