03 september 2007

Breski flotinn

Heimsótti breskt herskip í vinnunni um daginn. Þetta er reyndar rannsóknarskip en tilheyrir breska flotanum. Skipið var hið huggulegasta og áreiðanlega ágætt að taka einn og einn túr þarna.
Dallurinn siglir um heimsins höf og mælir dýpt og legu hafsbotnsins. Er í Atlantshafi á sumrin og Indlandshafi á sumrin. Sem sagt alltaf á sumrin sem er mjög snjallt.

Eins og heimurinn er orðinn þá eru hryðjuverkaógnir allstaðar. Þar með talið á íslenskum bryggjum. Þær eru girtar af og menn þurfa leyfi til að fara inn um girðinguna. Þessi bryggja var engin undantekning. Eitt þótti mér þó sérstakt. Það var þetta aðvörunarskilti sem blasti við okkur er við gengum inn um hliðið.

Þarna er spurt í reglu númer sex hvort það vanti "ref" í lögin sem vitnað er til. Átti ég að svara því eða sá sem yfirfór textann áður en skiltið var prentað?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli