24 september 2007

cilit bang

Fyrir ykkur sem langar að vita það þá virkar Cilit bang EKKI.
Ég keypti svona brúsa (ekki til að hreinsa gömlu aurana mína) og skellti slatta á kísilhúðina á sturtugólfinu mínu. Það gerðist EKKERT. Ekki neitt. Ég sprautaði aftur og aftur. Prufaði að setja meira en allt kom fyrir ekki. Þetta virkaði bara alls ekki.

Prufaði líka að setja í vaskinn á baðherberginu. Þar er kísill í botninum.
Eina sem gerðist var að vaskurinn glansaði eftir strokurnar. Eins og hann gerir alltaf þegar ég þríf hann. Sama þó ég noti bara vatn.

Þetta er bara fúsk. Ég fórnaði mér og mínum peningum fyrir ykkur. Þið þurfið ekki að prufa.

P.s. ef einhver lumar á góðu húsráði til að þrífa kísil þá væri það vel þegið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli