03 september 2007

Fellibylurinn Felix

Það stefnir í slæma daga hjá félögum mínum á Útilá úti fyrir Hondúras. Fellibylurinn Felix mun fara þarna yfir á morgun 4. sept. Það er kannski ekki rétt að orða það þannig að ég hafi þarna stigið mín fyrstu skref í köfun en ég lærði allavega að kafa þarna. Ólýsanlega gaman að kafa á þessum slóðum við næst stærsta kóralrif jarðar. Læt nokkrar myndir frá þessari fallegu eyju fylgja með. Fleiri eru í myndaalbúminu hér á vinstri hönd.Kallinn alveg elg-tanaður með eyjuna í baksýn.
Nánast hver einasta mynd var efni í póstkort.
Þarna sést bærinn.
Hótel Mango Inn þar sem ég gisti.
Þetta er ég á tæplega þúsund metra dýpi (með ýkjum).
Þessi var tilbúinn í myndatöku.
Ég kominn aðeins ofar.
Systurskip Titanic sökk þarna um árið. Skoðuðum það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli