05 september 2007

Fulkomið markaðshagkerfi

Var búinn að koma inn á það áður að skólinn væri hafinn.
Í gær var ég í tíma sem heitir Kerfishagfræði. Nenni ekki að útskýra hvað það er, hafa væntanlega fáir áhuga á því.
Í tímanum í gær var kennarinn að tala um markaðshagkerfi. Í fullkomnu markaðshagkerfi, í fræðilegum skilningi, er allt metið til fjár; líka mannslíf.
Þetta minnti mig á samræður sem ég átti við hana Halldóru Rut vinkonu mína á síðasta ári. Við Dóra höfum bæði gaman af því að rífast og rökræða og endum yfirleitt í rökræðum út í horni þegar við hittumst. Erum aldrei sammála um neitt og höfum því af nógu að taka.
Fyrir rúmu ári síðan sátum við í Odda og vorum að læra fyrir próf í Inngang í lögfræði.
Ég man ekki hvert umræðuefnið var en mannslíf komu upp í umræðunni.

Dóra segir mjög alvarleg við mig: "Hvers virði er eitt mannslíf?"
Ég hugsaði mig um og sagði síðan mjög alvarlegur: "Það fer nú alveg eftir því hver það er! Ef það er bara einhver Jón út í bæ þá er það ekkert svo mikið"
Með það sama trylltist hún Dóra og kallaði mig öllum illum nöfnum áður en ég gat sagt henni að ég hefði bara verið að grínast.

Svo spyr ég að lokum. Hvers virði er mannslíf?
Er það svo lítils virði að það er í lagi að segja í fyrirsögn á Mbl.is "Nokkrir fórust í rútuslysi í Brasilíu" ?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli