17 september 2007

Ógeðis rigning

Djöfull getur hann rignt maður. Öll rigningin sem kom ekki í sumar er að skila sér núna. Kæmi ekki á óvart þótt þetta væri eitthvað met. Örugglega gróðurhúsaáhrifunum að kenna.

Samkeppniseftirlitið réðist um daginn inn í höfuðstöðvar Lyfja og heilsu á Akranesi. Apótekið selur lyfin þar á margfalt lægra verði en í Reykjavík, til að reyna að drepa niður hitt apótekið á Akranesi.
Forstöðumenn Lyfja og heilsu segja að þetta sé bara eðlileg samkeppni. Eflaust er fullt af hægri-dindlum sem geta tekið undir það. Svona er bara samkeppnin, frjáls samkeppni.

Einn aðili nógu stór til að drepa niður litlu aðilana. Þegar því verkefni er lokið er nægt svigrúm til að svína á neytendum.

Hérna í Reykjavík eru nokkur apótek sem heyra ekki undir risana tvo, Lyfju og Lyf og heilsu.
Ég hef margsinnis gert þau mistök að versla við þessu stóru, því þau eru jú á "bestu" stöðunum.
Ég hef í allt sumar keypt mér ofnæmislyf sem heitir Kestine. Þá oftast í Lyfju í Kringlunni.
Þar kostar pakki með tuttugu 10 mg töflum 1.861 krónu eða 93 krónur stykkið.
Í vikunni fór ég í Lyfjaval í Álftamýri, þar kostaði pakki með tíu töflum 550 krónur og tveir pakkar því 1.100 krónur eða 55 krónur stykkið. Þá á eftir að taka það með í reikninginn að um tvo pakka var að ræða.

Myndin er á vef Lyfju af Kestine töflum eins og ég nota.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli