07 september 2007

Hundrað metrar

Fór í vinnunni um daginn að skoða turninn sem rís svo hratt við Smáralind. Hann þeytist alveg upp og verður tilbúinn að utan bráðlega.
Ég fór ásamt ljósmyndara og vorum við hífðir upp í körfu og skoðuðum þetta að ofan. Það var feykilega skemmtilegt að standa þarna í körfunni í hundrað metra hæð og sjá þetta að ofan. Þar fyrir utan hitti ég Brynjar Bjarkan sem er aðal maðurinn á svæðinu þarna.

Þegar við vorum á leiðinni niður mundi ég eftir myndavélinni í símanum. Skellti af tveimur myndum. Ég er reyndar eins og hálviti á báðum myndunum. Spurning hvort það sé vegna hræðslu eða hvort þetta sé vegna skorts á hæfileikum til að gera tvennt í einu þ.e. taka mynd og pósa.
Brynjar kemur mun betur út en ég enda er hann með eindæmum myndalegur.
Í baksýn má sjá Smáralindina c.a. 80-90 metrum neðar.


Turninn verður um tíma hæsta bygging á Íslandi. Turn Hallgrímskirkju nær 76 metra upp í loft en þessi turn mun verða 78 metrar.
Mér skilst að þetta verði hæsta bygging í heimi sé miðað við höfðatölu. Við getum því verið stolt öll sem eitt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli