10 september 2007

Hvað ert þú eiginlega með í laun?

Þá er frábærri helgi lokið.
Matarklúbburinn HÁK hittist fallega á laugardagskvöldið, nánar tiltekið í Heimabakarís-höllinni.
Valinn maður í hverju rúmi. Hlegið dátt og menn skemmtu sér konunglega.
Friðrik og Bökki flugmaður elduðu frábæran mat. Svo frábæran að ég hafði ekki lyst á Hlöllabát um nóttina þegar ég fór heim. Það var 7 tímum eftir mat.
Gítarinn var gripinn fallega og spiluð úrvalslög með úrvalssöng.
Ég var með símann á lofti og tók myndir. Tók einnig myndband þegar við tókum Völsungslagið góða. Stórkostlegt myndband sem ég læt fylgja með. Myndirnar eru í albúminu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli