13 september 2007

Kaffi og koffín

Af hverju heldur kaffi mér bara vakandi á kvöldin?
Þegar ég vakna snemma og er þreyttur, fæ ég mér oft kaffi. Mér finnst það ekki hjálpa mér neitt sérstaklega. Held áfram að sitja í fyrirlestrum og vera þreyttur, hugsa um eitthvað annað og missa augnlokin neðar en þau eiga að vera.
Á kvöldin hins vegar reyni ég að sleppa því að drekka kaffi. Stundum geri ég það þó, þá bregst það ekki að ég hætti að vera þreyttur og á erfitt með að sofna.

Skildi ég vera ónæmur fyrir koffíni á ákveðnum tímum sólarhrings? Er það hægt? Hvað annað kemur til greina? Getur verið að hugur minn sé á öðru tímabelti en líkaminn?

Ég er örugglega með hugann á öðru tímabelti. Með smá gúgli komst ég að því að líklegast er ég stilltur á Honolúlú á Hawii. Þar eru mínus tíu tímar miðað við GMT.
Klukkan 18 í kvöld þegar ég er hættur að vera syfjaður er klukkan því 8 um morguninn þar.
Í ofanálag er töluvert hlýrra loftslag og verðlag á eyjunum.

Nú er spurningin. Hver vill koma með mér til Honolúlú í mikla mannfræði-tilraun?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli