30 september 2007

Smá viðbót

Mér er skapi næst að fara í bankann og búa til kröfu á tónlistarskólann fyrir tíma og kostnaði við að losna undan þessari vitleysu.

Eins og þetta virkar þá get ég bara farið í bankann. Gert kröfu upp á kannski 3000 krónur og sent á skólann. Annað hvort eru þeir nógu vitlausir til að borga þetta eða þá að þeir biðja mig um að taka þetta út. Þá svara ég vitanlega ekki símann. Þá hringir starfsfólk skólans með númeraleynd þannig að ég "neyðist" til að svara (ég myndi allavega gera þetta svona).
Ég segi þá að þetta sé nú ekkert mál að fella þetta niður. Þetta sé bara misskilningur en geri ekkert í því. Að lokum kemur nýr starfsmaður og borgar þetta samviskusamlega og allir skilja sáttir.

Hljómar þetta ekki vel?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli