26 september 2007

Talandi um húsráð

Ég á tvær fornar bækur um húsráð heimilisins.
Þær eru djúpur brunnur af visku. Óendanlegur fróðleikur, gagnlegur fróðleikur. Hér kemur eitt af handahófi sem ykkur hafði ekki dottið í hug.
Hreinlega ekkert mál að skipta um peru, þó að peran sé heit og í nokkurri hæð.


Takið líka eftir því að þetta er greinilega kvenmannsverk eins og kemur svo bersýnilega í ljós á myndinni.
Kynjahlutverkin koma svo frábærlega í ljós í þessari bók sem er gefin út 1986. Hún er vel myndskreytt og án undantekninga eru það karlmenn sem sjá um viðgerðir og þess háttar á meðan konurnar sjá um hitt. Allt hitt.
Svo á ég aðra bók sem er töluvert eldri. Hún er svo gömul að það var ekki komið ártal þegar hún var gefin út. Í það minnsta höfðu menn ekki fyrir því að prenta það. Hún heitir svo mikið sem Handbók húsmæðra og inniheldur 1.000 frábær húsráð fyrir konurnar á heimilinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli