18 október 2007

Blessað áfengið!

Nú fara fram árlegar umræður á Alþingi og í þjóðfélaginu um hvort það eigi að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum, þ.e. sölu á léttu víni og bjór.

SÁÁ segir hreint og klárt nei. Þetta muni auka áfengisneyslu, lækka verð á ákveðnum tegundum, dauðsföll af áfengisneyslu munu aukast, líkamsárásir munu aukast og svona mætti áfram telja. Einnig hefur verið bent á að ýmis lönd sem hafa haft mun frjálsari áfengislöggjöf en Íslands séu farin að færa sig í átt að íslenskum lögum og reglum. Til dæmis að banna áfengisauglýsingar og setja ýmis höft við sölu á áfengi. Sem sagt á leiðinni aftur til fortíðar.

SÁÁÁ segir já. Fyrir því eru færð ýmis rök. Til dæmis að ríkið eigi ekki að reka einokunarverslun það sér barn síns tíma. Áfengi sé löglegt og selt af ríkinu. Það að hluti einstaklinga ráði ekki við áfengisdrykkju eigi ekki að bitna á meirihlutanum frekar en sala á óhollum mat eða sælgæti sbr. til dæmis offitusjúklinga og tannskemmdir.
Svipaðar dómsdagsumræður hafi átt sér stað þegar til stóð að leyfa bjórsölu árið 1989. Þá bentu ýmsir á að það ætti eftir að ógna komandi kynslóðum að geta keypt sér bjór í ríkinu, á skemmtistöðum og veitingastöðum.


Þetta er alls ekki tæmandi listi. Einungis smá samtíningur.
Mín skoðun er sú að það eigi að leyfa sölu á áfengi í verslunum. Drykkja mun vissulega aukast að einhverju leyti finnst asnalegt að neita því. Jafn vel breytast eitthvað. Þá verður bara að auka forvarnir og fræðslu sem því nemur.
Reyndar er ég eiginlega á þeirri skoðun að það ætti þá að leyfa sölu á öllu áfengi. Líka því sterka því ég sé ekki að það sé almennilegur grundvöllur til að halda úti ÁTVR verslunum sem selja bara sterkt. Held að það myndi hreinlega ekki standa undir sér. Sérstaklega ekki út á landi!

Djöfull hljóta allir að vera sammála mér nema kannski Vinstri grænir. Þeir eru líka alltaf ósammála! Er það ekki Addi?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli