17 október 2007

Fjölmiðillinn

Þar sem ég er með áskrift að Sýn2 fæ ég í kaupbæti mánudagsblað DV. Mér þykir það voða fínt því ég hef gaman af því að lesa dagblöð.
Á mánudaginn var stór baksíðufrétt í DV sem sagði frá atvinnubílstjóra sem varð vitni að því, er hann taldi, þegar lögreglumaður talaði í símann undir stýri út á þjóðvegi!!!

Hvorki meira né minna, Davíð (eða hvað hann heitir) trukkabílstjóri telur sig hafa séð lögregluþjón tala í símann undir stýri. Eins og sönnum blaðamanni sæmir bauð sá sem skrifaði fréttina einnig upp á hina hliðina á málinu. Þá var það lögregluvarðstjórinn sem sagði að þetta væri ekki rétt. Lögregluþjónninn hefði verið að tala í talstöð.

Þá er fréttin búin!

Ég veit ekki með ykkur en mér þykir svona frétt vera eins ómerkilegt og hún getur orðið! Hver er fréttin?
Ég hefði skilið þetta ef Davíð hefði "séð" lögreglumanninn glenna afturendann út um gluggann! Þá hefði væntanlega lögregluvarðstjórinn sagt að hann hafi verið að teygja sig aftur í til að sækja eitthvað...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli