30 október 2007

Fordómar

Fordómar hafa verið í umræðunni síðustu daga í kjölfarið af endurútgáfu tíu lítilla negrastráka.
Ég man eftir þessari bók úr æsku. Hún er samt ekkert eftirminnilegri en margar aðrar bækur t.d. Rassmuss Klumpur. Ekki minnist ég þess að ég hafi litið svertingja öðrum augum að lestri loknum.

Nú er orðið negri víst orðið ljótt og niðrandi orð. Mér hefur aldrei fundist negri vera niðrandi orð eins og t.d. niggari sem flestir eru sammála um að sé niðrandi.
Mér skilst líka að í dag megi ekki segja að einhver sé þroskaheftur. Maður þarf víst að tala um „þroskaheftan einstakling".
„Það eru tveir þroskaheftir í leikskólanum" er sumsé ólöglegt en
„Í leikskólanum eru tveir þroskaheftir einstaklingar" er í fínasta lagi.

Ekki er nú öll vitleysan eins.

Á sínum tíma lenti ég í miklum fordómum vegna litarháttar míns.
Það var þegar ég bjó í Gvatemala. Þá var ég oftar en ekki kallaður gringo bara af því ég var ekki á litin eins og hinir.

Það er því ekki hægt að segja að ég sé að dæma og mynda mér skoðun án þess að þekkja þetta frá eigin raun...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli