11 október 2007

Friðarsúlan mikla

Ég er ekki maður með mönnum nema ég bloggið eilítið um friðarsúluna.
Mér þykir fólk helst til vera nokkuð neikvætt gagnvart þessari súlu. Persónulega finnst mér þetta bara allt í lagi. Hef svo sem enga trú á því að þetta færi frið í heiminn en á meðan þetta veldur ekki ófriði ætti fólk að geta verið rólegt.

Ég hef líka séð mjög góð nyt fyrir þessa súlu. Því núna veit maður hvar þessi Viðey er.
Ég hef aldrei haft hugmynd um hvað af þessum skerjum er Viðey og hvað er einhver önnur ey. Núna þarf ég bara að horfa upp í loftið og þá veit ég nákvæmlega hvar hún er. Svona svipað og þegar vitringarnir þrír fylgdu Pólstjörnunni í leit af Betlehem fæðingastað Immanúels eins og segir frá í Matteusarguðspjalli.

Því mælist ég til að næsta ljósgeisla verði beint að Esjunni og þá get ég þekkt þessi helstu kennileiti borgarinnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli