24 október 2007

Gangi nær bakkanum

Ungur strákur drukknaði í skólasundi í Kópavogi í lok apríl á þessu ári. Hann var lífgaður við en náði ekki bata. Lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsi þar til hann lést í september síðastliðnum.

Þetta er gríðarlega sorglegt mál, eins og alltaf þegar ungt fólk í blóma lífsins lætur lífið.

Í kjölfarið af slysinu voru haldnir fundir með öllum mögulegum aðilum til að ræða um öryggi á sundstöðum Kópavogs. Eftir að þessir aðilar frá allavega fimm mismunandi stofnunum höfðu farið ítarlega yfir málin komust þeir að niðurstöðu; næstum sjö mánuðum síðar.

"Ákveðið hefur verið að sundlaugarverðir gangi nær bakkanum en áður til að greina betur allt sem er í nágrenni hans."
Eins og segir orðrétt hjá einhverjum fréttamiðlinum og stóð í þeim flestum.

Er ekki allt í lagi? Ég verð bara reiður af því að lesa svona. Var virkilega eina niðurstaðan að sundlaugaverðirnir myndu ganga nær bakkanum til að sjá hugsanlega það sem þeir vinna við að fylgjast með? Var ekki hægt að álykta að sundlaugaverðirnir myndu líka sitja nær tölvuskjánum til að sjá betur hvað hann sýnir?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli