22 október 2007

Heija Norge

Bærileg helgi afstaðin. Strákurinn skellti sér til Noregs og skoðaði stelpur og hitti fullt af skemmtilegu fólki.

Fór nánar tiltekið til Stavanger og heimsótti tvo gamla og góða vini Hauk Rúnar og Eipa. Þeir eru báðir orðnir miklir Nojarar. Líkar lífið mjög vel og eru ekki að stefna á Íslandið á næstunni.
Fór náttúrulega líka og heimsótti Smalann hann Baldur Mývetning. Horfði einmitt á hann stjórna miðjunni í leik Bryne gegn Molde.
Molde eru komnir upp í úrvalsdeild, en áttu aldrei möguleika gegn Baldri og félögum. Marel Baldvins gerði sitt besta með Molde liðinu en náði þó ekki að skora.

Læt nokkrar myndir fylgja. Kem kannski með ítarlegri ferðasögu síðar.

Ég og Haukur Rúnar

Eipi og Doors.

Baldurinn
Bryne er hálfgerður smalabær. Menn hika ekki við að mæta á fótboltaleiki á traktor.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli