31 október 2007

Heitur reitur

Vodafone og Seltjarnarnes hafa gert samkomulag um að Nesið verði allt saman einn heitur reitur. Þetta kom fram í fjölmiðlum í gær. Þar kom einnig fram að þetta yrði stærsti heiti reitur í heimi.

Fyrir þá sem ekki vita er heitur reitur þráðlaust háhraða netsamband. Sem sagt nóg að kveikja á fartölvunni á Nesinu og þá ætti tölvan að finna þráðlaust net og geta tengst því.

Upplýsingafulltrúi Símans var fljótur til og sagði að Síminn hefði skilgreint alla höfuðborgina sem heitan reit eftir að þeir tóku í notkun 3G kerfið sitt nú í haust.Fyrir það fyrsta þykir mér óskaplega vafasamt að fullyrða að Nesið verði stærsti heiti reitur í heimi. Hins vegar þykir mér framtakið mjög gott og til fyrirmyndar.Linda Waage almannatengill/upplýsingafulltrúi Símans þykir mér fara fram úr sjálfri sér. Mér þykir það bara asnalegt að skilgreina alla höfuðborgina sem heitan reit af því að fólk getur keypt sér kort í tölvuna og farið á netið. Það hafa verið til svipaðar lausnir lengi. Ekki alveg jafn hraðvirkar en nógu hraðvirkar til að vafra á netinu og sækja póst og þannig.
Það eru líka mörg ár síðan það var hægt að nota gsm síma sem módem við fartölvur. Skítsæmilegur hraði en ekkert voðalegur.

Ergo. Höfuðborgin er EKKI heitur reitur. Það má vera að "Síminn breyti gangi sögunnar" en andskotinn hafi það þeir geta ekki skrifað söguna bara eins og þeir vilja hafa hana!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli