09 október 2007

Hitt og þetta héðan og þaðan

Það er mér óskiljanlegt af hverju menn eins og Bjarni Ármanns fá kaupréttarsamninga sem tryggja þeim hundruð milljóna. Maðurinn á marga milljarða, mjög marga og því væri miklu gáfulegra að fátækur námsmaður eins og ég fengi svona samning.

Ég pantaði mér blek í prentarann minn á Ebay. Ótrúlegt en satt þá tekur skemmri tíma fyrir vöruna að komast til Íslands, eftir að hún er pöntuð, en að komast á Eggertsgötu ofan af Höfða.
Með mjög einfaldri rökfræði (og hugsanlega lélegri) mætti færa rök fyrir því að það væri styttra frá Northridge Kaliforníu til Reykjavíkur en frá póstmiðstöðinni á Höfða niður í Eggertsgötu 18. Eigum við að ræða það eitthvað?

Það verður þó að taka það fram að fyrir tvö svört blekhylki og eitt með litum þá greiddi ég svo mikið sem 3.427 kr. sem er töluvert, ég endurtek töluvert, ódýrara en ef ég hefði farið með afturendann í e-a búð hér á Fróni. Þrátt fyrir mjög óhagstæða gengisþróun, en dollarinn hækkaði úr 62 krónum í 64 á þessum tíma sem það tók pakkann að berast í hús.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli