10 október 2007

Hversu langt?

Hver hefur ekki pælt í því hvað er langt frá Reykjavík til Akureyrar?
Því er auðsvarað (þ.e. hversu langt er á milli) því vegalengdin á þjóðvegi eitt er hvorki meira né minna en 388, 73 kílómetrar (nú er ég ekki alveg með það á hreinu hvort þetta miðist við nýja veginn um Norðurárdal enda skiptir það ekki öllu).

Það er hins vegar öllu stærri spurning sem ég ætla að varpa hérna fram í gátuformi.

Hvort er styttra að keyra frá Akureyri til Reykjavíkur, Reykjavík til Akureyrar eða jafn langt. Forsendurnar eru þær að maður keyri alla leiðina á sínum vegarhelmingi og víki aldrei af honum.


Það er til dæmis hægt að keyra á mótorhjóli.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli