04 október 2007

Margæsir í Eyjafirði

Rúv sagði frá því áðan að Margæsir hefðu sést við ósa Glerár í Eyjafirði.
Margæsir eru ekki "Íslendingar" heldur stoppa þær bara hérna á leiðinni til og frá Grænlandi og Kanada. Það sem er óvenjulegt er að þær sjást yfirleitt ekki svona austarlega á landinu. Oftast stoppa þær bara í Faxaflóa og láta það duga.

Það sem mér þótti hins vegar skondið var að í niðurlagi fréttarinnar stóð "Ekki er vitað af hverju þessar ákváðu að koma frekar við á Akureyri." !!!

Var ekki hægt að spyrja þær bara?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli