02 október 2007

Ísland, Grænland og Færeyjar

Undanfarið hef ég lent í nokkrum rökræðum um vegalengdirnar frá Íslandi til Grænlands og Færeyja.
Það er nefnilega miklu styttra til útlanda en margur gerir sér grein fyrir.
Samkvæmt alfræðivefnum Wikipediu er stysta vegalengd til Grænlands 287 kílómetrar og 420 kílómetrar til Færeyja.
Til samanburðar þá sést með mjög lauslegri athugun á Google Earth að það eru um 420 kílómetrar í beinni loftlínu frá Höfn í Hornafirði til Ísafjarðar. Einnig eru um 290 kílómetrar í loftlínu frá Reykjavík til Húsavíkur.

Niðurstaðan er því þessi að það er lygilega stutt yfir til Grænlands og Færeyja. Það er svo stutt að það er eiginlega skammarlegt að hafa ekki farið til þessara staða. Ég er búinn með Grænland og ætla að fara til Færeyja við fyrsta tækifæri. Hver vill koma með?

Þetta er nánast í sundfæri!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli