14 október 2007

Svarið er komið !!!

Mér barst skeyti um daginn frá Vísindavefnum. Svar við fyrirspurn þinni hefur verið sett á vefinn!
Það hlakkaði alveg í mér því ég hef sent inn margar spurningar en aldrei fengið svar.
Síðast sendi ég fyrirspurn árið 2005 þegar ég spurði út í ákveðna þætti krabbamein eins og ég bloggaði um og lesa má hér.

Áður hafði ég spurt til dæmis hvað dreymir fóstrum í móðurkviði? Af hverju fær maður dökka ló í naflann þegar maður er í hvítum bol? Og svona mætti lengi telja.

Svarið var því miður ekki við neinni af þessum spurningum! Svarið var við spurningu sem ég var löngu búinn að fá svar við. Það er meir að segja svo langt síðan að ég var að pæla í þessu að ég man ekki lengur hvenær ég sendi fyrirspurnina. Giska á að það hafi verið árið 2002-2003 svona um það bil.

Spurningin var af hverju stöfunum á lyklaborðinu væri raðað eins og þeim er raðað. Svarið má lesa hérna.

E.s. það væri þjóðráð að spyrja á Vísindavefnum um vegalengdina á milli Rey og Ak. Ég hef allavega ekki hugmynd!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli